Sunnudagur 17. 04. 11.
RÚV gerði Tíma nornarinnar ekki neinn greiða með því að sýna þættina sama kvöld og dönsku þættina Lífverðirnir. Ég tel fullvíst að bók Árna Þórarinssonar sé skemmtilegri aflestrar en að horfa á sjónvarpsþættina. Framvindan var hæg og endirinn stóð ekki undir nafni.
Tjaldurinn er kominn í Fljótshlíðina og hrossagaukurinn. Nú er bara að bíða lóunnar.