16.4.2011

Laugardagur 16. 04. 11.

Þegar ég setti hér texta á síðuna í gærkvöldi hélt ég að náðst hefðu kjarasamningar til skamms tíma. Svo var ekki og er líklegt að ekki verði samið á meðan Jóhanna Sigurðardóttir þvælist fyrir niðurstöðu. Er einsdæmi að forsætisráðherra hagi sér eins og Jóhanna gerir gagnvart Samtökum atvinnulífsins. 

Jóhanna og fylgismenn hennar láta eins og atvinnurekendur hafi ekki heimild til þess að óska eftir því að festa skapist í rekstrarumhverfi sjávarútvegs áður en þeir rita undir kjarasamning.  Þvermóðska Jóhönnu vegna kjarasamninganna er aðeins enn eitt dæmið um hve óhæf hún er til að gegna embætti forsætisráðherra. Skömm Samfylkingarinnar af því að halda henni í embættinu magnast með hverjum degi sem líður.