21.3.2011

Mánudagur 21. 03. 11.

Í samtölum við Frakka hér í París í dag hef ég enn sannfærst um hve misráðið er að Íslendingar séu að burðast við að sækja um aðild að ESB á þessari stundu, ekki aðeins vegna aðstæðna heima fyrir hjá okkur heldur og ekki síður vegna sívaxandi óánægju með ESB í aðildarlöndum þessi.

Í gær voru héraðskosningar í nokkrum hluta Frakklands, Þjóðarfylkingin undir forystu Marine Le Pen er sigurvegari í fyrri umferðinni. Mér var bent á að vinsældir flokksins stöfuðu meðal annars af óánægju með þróunina innan ESB. Frakkar teldu nær fyrir eigin ríkisstjórn að huga að málefnum Frakka og hag þeirra en Grikkja, Íra og næst Portúgala og síðan Spánverja.

Þá er ekki allt sem sýnist þegar litið er til hernaðaraðgerðanna gegn Líbýu og forystu Frakka. Hafi Nicolas Sarkozy ætlað að slá sér upp meðal franskra kjósenda með forystu um árásina, er hann í besta i á falli á hálum ís.