Mánudagur 07. 03. 2011.
Um árabil gaf íslenska utanríkisráðuneytið til kynna að EES-samningurinn stæðist ekki tímans tönn. Þessi áróður þjónaði þeim eina tilgangi að ýta undir áhuga Íslendinga á að sækja um aðild að ESB. Evrópunefndin sem skilaði skýrslu í mars 2007 drap þessa neikvæðu umræðu um EES-samninginn en ekki þrá Samfylkingarinnar eftir að komast inn í ESB.
Önnur svipuð blekking í umræðunum um ESB-aðild er, að ekki sé að kasta krónunni og taka upp nýjan gjaldmiðil án þess að ganga í ESB. Þeim mun frekar sem seðlabankinn þróast í þjónustuhlutverki sínu við Jóhönnu og Steingrím J. því brýnna verður að skipta um mynt.