Sunnudagur 06. 03. 11.
Hér á landi eru hins vegar ESB-aðildarsinnaðir álitsgjafar önnum kafnir við gera forystumenn íslenskra bænda tortryggilega þegar þeir hvetja til þess að ekki sé gripið til neinna ráðstafana af hálfu íslenskra stjórnvalda sem draga úr fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Skammsýni álitsgjafanna er dæmalaust og reiknikúnstir þeirra marklausar, þegar litið er til þess hve langan tíma tekur að bæta það sem yrði eyðilagt með því að vega að grunngerð íslensks landbúnaðar eins og gert yrði með ESB-aðild.
Fréttastofa RÚV og þáttastjórnendur þess starfandi og fyrrverandi telja sig þarna hafa fundið jarðveg fyrir ESB-áróður sinn.