4.3.2011
Föstudagur 04. 03. 11.
Mig undrar mjög hve langt lögmennirnir Lárus L. Blöndal og Jóhannes Karl Sveinsson ganga við að verja Icesave III samningana sem þeir gerðu í nefndinni með Lee Bucheit. Ég minnist þess ekki að opinberir nefndarmenn hafi áður látið svo mjög að sér kveða við að verja niðurstöðu sína. Venjulega láta slíkir menn við það sitja að skila ráðherra niðurstöðu sinni og snúa sér síðan að öðru. Hin pólitíska ábyrgð á málinu hvílir í Icesave-málinu á Steingrími J. Sigfússyni. Skyldi hann hafa fengið lögmennina til að stunda alvörn fyrir sig?