23.2.2011

Miðvikudagur 23. 02. 11.

Við héldum af stað tæplega 07.30 út í qi gong setrið í Boston með neðanjarðarlest. Þar var nokkur hópur fólks að æfa, þar á meðal taji. Þótti okkur forvitnilegt að fá að taka þátt í æfingunum.

Museum of Fine Arts í Boston er virði heimsóknar. Nýlega hefur verið byggð við það ný álma sem hefur að geyma bandaríska list, málverk og hönnun. Þar sá ég hve Bostonbúar hafa listmálarann Copley í miklum hávegum en torg í hjarta borgarinnar er einnig nefnt eftir honum.