19.2.2011

Laugardagur 19. 02. 11.

Fyrsti dagur qi gong námskeiðsins hjá dr. Yang, Jwing-Ming hér í Boston leiddi enn í ljós hve miklu er unnt miðla með æfingunum og veita mörgum aðstoð að tilstuðlan þeirra. Hér er fólk víða að úr heiminum.

Kuldinn í Boston er meiri en ég vænti vegna þess hve hvass vindurinn er og eykur kælinguna mikið. Að fara um miðborgina minnir helst á að ganga um Lækjargötuna þegar norðangarrinn er mestur.