18.2.2011

Föstudagur 18. 02. 11.

Flaug klukkan 17.00 með Icelandair til Boston. Skráði mig inn á netinu. Þegar ég ætlaði að losa mig við töskuna við innritun í Leifsstöð var enginn til að taka við henni, þannig að ég varð að fara í röðina eins og ég hefðti ekki innritað mig á netinu.

Í Boston lenti ég í hinu sama og oft hefur gerst við komu til Bandaríkjanna að ég þurfti að fara í sérstaka vegabréfaskoðun þar sem fingraför mín eru illa skráð í gagnabanka heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og krefst það því tvöfaldrar skoðunar hjá landamæravörðum hvort mér megi hleypa inn í landið.