10.2.2011

Fimmtudagur 10. 02. 11.

Samtal mitt á ÍNN við Unni Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, frá 9. febrúar má sjá hér.

Hosni Mubarak ávarpaði Egypta í kvöld um klukkan 23.00 að staðatíma. Allar alþjóðlegar fréttastöðvar spáðu því að hann mundi tilkynna afsögn sína. Hann minntist ekki einu orði á hana. Að vísu sagðist hann ætla að deila völdum að einhverju leyti með varaforseta sínum.

Mikil reiði braust út hjá hundruð þúsundum manna sem voru á Tahrir-torgi í Kairó þegar þeir heyrðu Mubarak ætla að halda í forsetavöld sín. Var því spáð að fólkið mundi í nótt ganga nokkra vegalengd til forsetahallarinnar. Allt bendir til þess að til blóðugra átaka komi landinu áður en Mubarak hrökklast frá völdum.