6.2.2011

Sunnudagur 06. 02. 11.

Töluvert er síðan ég hef verið í Fljótshlíðinni í jafnmiklum snjó og í dag. Hvort hann endist eitthvað kemur í ljós en vafalaust er gott fyrir jörðina að fá þessa hvítu þekju á sig. Snjórinn kann að binda öskuna enn frekar en hún hefur rokið upp vegna þurrka fyrr í vetur, sem ollu því að um tíma var ástæða til að óttast sinubruna.

Allt er þetta þó smáræði eitt miðað við náttúruhörmungar í Ástralíu ef marka má fréttir: flóð, hvirfilbyljir og skógareldar.