1.2.2011

Þriðjudagur 01. 02. 11.

Augljóst er að Hosni Mubarak hefur runnið sitt skeið. Hann hefur gert ráðstafanir til þess að herinn og öryggislögreglan leiði þjóðina undir stjórn nýs leiðtoga. Konungur Jórdaníu hefur skipt um ríkisstjórn til að friða þjóð sína. Forseti Sýrlands, einræðisherra, segir „pólitískan sjúkdóm“ breiðast um nágrannaríkin.  Nú er spurningin hvaða einræðisherra verður fyrir barðinu á honum næst.

Anna Runólfsdóttir í Fljótsdal sendi mér tvær myndir í dag frá þeim sögulega atburði sunnudaginn 30. janúar þegar ég Fjalla-5endurheimti fjallakindina mína.  Hún er hér við hliðina. Eins og sjá má er hún bærilega á sig komin eftir að hafa verið tæp fjögur ár á fjöllum og aðeins undir manna höndum í nokkrar vikur síðasta sumar á flótta undan öskunni.




Hér eru við Anna Runólfsdóttir með hina frægu kind sem fjöldi manna reyndi Fjalla-4árangurslaust að fanga.



Í dag skrifaði ég pistil í tilefni af tveggja ára afmæli ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta er pólitísk hrakfallasaga sem er tímabært að ljúki.