14.1.2011

Föstudagur 14. 01. 11.

Í dag tilkynnti fulltrúi ESB refsiaðgerðir gegn Íslendingum vegna lögmætra ákvarðana íslenskra stjórnvalda um veiðar á makríl innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Ríkisstjórn Íslands hreyfir hvorki legg né lið.

Þjóðréttafræðingur utanríkisráðuneytisins sem fer með formennsku í viðræðunefnd Íslands um makríl við strandríkin við N-Atlantshaf segir ástæðulaust að hreyfa andmælum  við ESB af því að Norðmenn banni líka löndun hjá sér.

Íslensk stjórnvöld eru ekki í viðræðum um inngöngu í Noreg. Þau ræða hins vegar um aðild að ESB. Með þeirri aðild afsala íslendingar sér ákvörðunarvaldi um makrílkvóta innan íslenskrar lögsögu.  Réttu viðbrögðin við refsiaðgerðum ESB er að sjálfsögðu að hætta aðildarviðræðum við ESB.