12.1.2011

Miðvikudagur 12. 01. 11.

Í dag ræddi ég við Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, í þætti mínum á ÍNN. Við ræddum um stöðu Háskóla Íslands á 100 ára afmæli hans og metnaðarfull markmið sem skólinn hefur sett sér á afmælisárinu. Þáttinn má sjá á tveggja tíma fresti þar til klukkan 18.00 13. janúar.