4.1.2011

Þriðjudagur 04. 01. 11.

Fyrsti stórpólitíski fundur ársins verður haldinn á morgun, þegar þingflokkur vinstri-grænna kemur saman til að ræða innbyrðis ágreining þingmanna flokksins sem birtist við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2011. Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, segir þingmennina hafa komið „ódrengilega“ fram. Jóhanna Sigurðardóttir segist ekki geta litið á þá sem stjórnarþingmenn. Össur Skarphéðinsson líkir tveimur þeirra við strokgjarna meri og folald hennar.

Líklegt er að leitast verði við að breiða yfir ágreininginn. Hann snýst öðrum þræði um afstöðuna til ESB-aðildarumsóknina og fjalla ég um þann þátt í leiðara á Evrópuvaktinni í dag en hann má lesa hér.