Laugardagur 25. 12. 10.
Það var vel til fundið hjá sjónvarpinu að sýna heimildarmynd um Ragnar Bjarnason í tilefni af 75 ára afmælis hans að kvöldi jóladadags. Myndin brá lifandi ljósi á ævi og starf hins vinsæla söngvara og skemmtikrafts. Aldrei var dauður punktur í hinni 95 mínútna löngu mynd.