23.12.2010

Fimmtudagur 23. 12. 10.

Í morgun skrifaði ég leiðara á Evrópuvaktina um makríldeiluna og viðleitni Össurar Skarphéðinssonar og ESB-embættismanna utanríkisráðuneytisins til að gera lítið úr ágreiningi við Evrópusambandið um málið.

Mér er óskiljanlegt hvers vegna menn átta sig ekki á því hér á landi, að viðhorf meginlandsríkja Evrópu til auðlinda hafsins og yfirráða sjávar eru allt önnur en þeirra sem búa á eyjum. Bretar og Írar hafa kynnst þessu af eigin raun. Hér má lesa grein um hvernig hefur farið fyrir Bretum. Höfundur telur að þeir séu að hefna harma sinna á okkur Íslendingum í makrílmálinu.