20.12.2010

Mánudagur 20. 12. 10.

Vek athygli á nýju hefti af tímaritinu Þjóðmálum með miklu af forvitnilegu efni. Þar er meðal annars að finna umsagnir eða ritdóma um margar af þeim bókum sem koma út fyrir jólin. Textinn er ítarlegri og efnismeiri en er að finna í dagblöðunum. 

Eitt af því sem hefur vikið til hliðar í dagblöðunum er hvers kyns gagnrýni. Þau eru hætt að gefa heildarmynd af því sem er að gerast á sviði menningar og listar. Þetta er aðeins eitt dæmi um breytingar á sviði fjölmiðla. Spurning er hvert menn eiga að leita í framtíðinni að mati samtíðarmanna á því sem er að gerast í bókmenntum, málaralist, leiklist og tónlist.