19.12.2010

Sunnudagur 19. 12. 10.

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur voru í dag klukkan 17.00 í Áskirkju með tónlist eftir Carl Emmanuel Bach.

Ég skrifaði pistil um hörmulega stöðu ríkisstjórnarinnar. Skoðanakönnun sýnir að í 11 málaflokkum af 13 treystir fólk Sjálfstæðisflokknum best. Í apríl 2009 nutu stjórnarflokkarnir mesta traustsins í öllum málaflokkunum 13.