16.11.2010

Þriðjudagur 16. 11. 10.

Dagur íslenskra tungu hefur áunnið sér fastan sess og þróast á þann hátt sem við væntum sem tókum ákvörðun um að minnast fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar á þennan hátt. 

Að þessu sinni er ég í New York og bý mig undir að fljúga heim með Icelandair í nótt. Augljóst er að spænska ryður sér æ meira rúms í borginni. Prentaðar viðvaranir í lestum borgarinnar eru til dæmis bæði á ensku og spænsku, þótt lestarstjórar flytji boð sín aðeins á ensku.