12.11.2010

Föstudagur 13. 11. 10.

Á göngu um New York sé ég að bókabúðum og vítamínbúðum hefur stórfækkað. Viðskiptin hafa færst inn á netið. Í húsinu þar sem við búum sækja íbúarnir kassa frá Amazon í pósthólf sín við heimkomu á kvöldin. Afsláttur og ókeypis hraðsendingar eru í boði ef pantað er á vissum tímum og afhendingardegi lofað. Ég þorði ekki að treysta á það og hef litast um í tveimur Barnes & Noble bókaverslunum við Lincoln Center og á Fifth Avenue. Fyrirtækið er sagt í kröggum. Hyrfu verslanir þess yrði skarð fyrir skildi.