6.11.2010

Laugardagur 06. 11. 10.

Fór niður í Landeyjar á Vorsabæ með nágrönnum mínum Viðari og Ásgeiri og sóttum þangað grábotnótta á mína með einu lambi, sem þau Margrét og Björgvin kalla Björnsbotnu. Hún fór þangað einnig fyrir tveimur árum og bar þá þremur lömbum og komst í Bændablaðið þegar hjónin á Vorsabæ áttuðu sig á því að ég væri ætti gripina. Þegar þau sáu ána komna til sín aftur hringdu þau og létu vita af henni.Björnsbotna

Við ókum ánni og lambinu í Fljótshlíðina og heim til Ásgeirs sem ætlar að gæta þeirra í vetur. Ærin hljóp beint úr bílnum inn í fjárhúsið og naut þess greinilega að vera þar á kunnuglegum slóðum.

Þetta er ekki hin sama og sneri til byggða sl, vor þegar askan lagðist yfir allt í Þórólfsfelli.

Þær eru báðar forystuær frá Fljótsdal og fara sínu fram.