31.10.2010

Sunnudagur 31. 10. 10.

Á Evrópuvaktinni er í dag birt frétt um hvernig fréttastofur RÚV og Stöðvar 2 tóku hvor um sig Heimssýn fyrir í frásögnum í því skyni að gefa til kynna að ekki væri þar allt sem sýndist.

Ég velti fyrir mér hvort tímasetningin hafi verið tilviljun eða spunamenn ESB-aðildarsinna hafi ýtt fréttunum af stað.  Hafi svo verið ber það þess merki að þeir telji málstað sinn eiga undir högg að sækja.