27.10.2010

Miðvikudagur, 27. 10. 10.

Sveinn Einarsson flutti erindi um Guðmund Kamban í Rotaryklúbbnum í dag og sagði okkur frá því, þegar hann var skotinn á pensjónati í Kaupmannahöfn á friðardeginum í Kaupmannahöfn í maí 1945 vegna grunsemda um, að hann hefði verið „stikker“ eða uppljóstrari fyrir nasista á stríðsárunum og sagt þeim frá dönskum andspyrnumönnum. Sveinn taldi af og frá, að Kamban hefði gegnt slíku hlutverki. Hann hefði verið tekinn af lífi að ósekju og án dóms og laga.

Sveinn er rita bók um Kamban og tekst væntanlega að svara spurningum um líf hans og dauðdaga á þann hátt, að skýrist betur en áður hefur verið gert.