24.10.2010

Sunnudagur, 24. 10. 10.

Qi gong kyrrðardögunum lauk um hádegi í dag í Skálholti. Klukkan 14.00 vorum við Gunnar Eyjólfsson í Skálholtsdómkirkju, þegar sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, vígði Kristin Ólason, rektor Skálholtsskóla, til prests. Kirkjan var þéttsetin við hina hátíðlegu athöfn.