19.10.2010

Þriðjudagur, 19. 10. 10.

Í dag sat ég málþing nefndar um endurskoðun laga um stjórnarráðið, sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík. Ég skrifaði stuttan pistil um það, sem lesa má hér. Ég  sannfærðist ekki um það á málþinginu, að ástæða væri til að stækka ráðuneyti eða breyta starfsháttum ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þarf að styrkja innviði stjórnarráðsins og tryggja starfsfólki þar skýran starfsramma til stefnumótunar og eftirlits.

Þá sá ég kvikmyndina The Social Network um upphaf fésbókarinnar. Sagan er ótrúleg. Hún er þó færð í stílinn í myndinni, því að fésbókin varð ekki til af þörf höfundar hennar til að ná sér niðri á stúlku, sem vildi ekkert með hann hafa.