7.10.2010

Fimmtudagur, 07. 10. 10.

Var klukkan 17.00 í útvarpi Sögu í þættinum Nei og já um ESB og ræddi við Frosta Sigurjónsson. umsjónarmann þáttarins, í 60 mínútur um stöðuna í aðlögunarviðræðum Íslendinga við ESB.

Ég vakti meðal annars athygli á því, að Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði hafnað því að taka þátt í afgreiðslu ályktunar á sameiginlegum fundi þingmanna frá ESB-þinginu og alþingi. Hér má sjá frétt um það.

Einkennilegt er, að Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar alþingis, skuli hafa komið að því að semja hina sameiginlegu ályktun og samþykkt hana í ljósi þess, að hann stóð einnig að því að semja álit meirihluta utanríkismálanefndar frá því fyrir ári. Samkvæmt henni skyldu viðræðumenn af Íslands hálfu gæta ákveðinna skilyrða, sem ekki eru höfð í heiðri í hinni sameiginlegu ályktun þingmannanna.