29.9.2010

Miðvikudagur, 29. 09. 10.

Kvikmyndin Wall Street:Money never sleeps með Michael Douglas í leikstjórn Olivers Stones er framhald myndarinnar Wall Street með Michael Douglas í hlutverki Gordons Grekkos, sem var frumsýnd 1987. Með nýju myndinni leikstýrir Oliver Stone í fyrsta sinn framhaldsmynd. Að þessu sinni er Grekko einskonar andhetja miðað við fyrri myndina, enda hefur hann setið af sér dóminn eftir innherjasvindlið í henni. Þungamiðja fjármálasviptinga í myndinni er bankahrunið haustið 2008. Heimsfumsýning myndarinnar var 24. september og að sjálfsögðu er unnt að sjá hana hér sér til ágætrar skemmtunar.