26.9.2010

Sunnudagur, 26. 09. 10.

Fór í dag í Selið við Stokkalæk í Rangárþingi ytra, þar sem Rut hélt tónleika ásamt Richard Simm í þéttsetnum sal. Þau Inga Ásta og Pétur Hafstein hafa búið þarna frábæra aðstöðu til tónleikahalds.

Veðrið hér í Rangárþingi hefur verið slæmt og má þakka fyrir, að smalað var og réttað í góðviðrinu um síðustu helgi. Fréttir berast af miklum vatnavöxtum hér fyrir austan okkur og rúmlega 100 manns eru veðurtepptir í Þórsmörk.

RÚV birti niðurstöður skoðanakönnunar í dag, þar sem lagt er út af því, hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafa, sem vilja kalla fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Segir það í raun ekki allt, sem segja þarf um það, sem hefur verið að gerast undir formennsku Atla Gíslasonar?