Sunnudagur, 19. 09. 10.
Flestir nágranna minna þekkja söguna um þá, sem gekk austan úr Þórólfsfelli fram að Hlíðarenda undan öskunni. Þar komst hún undir manna hendur.
Hún hljóp síðan til fjalla á ný úr túninu á Hlíðarbóli, þegar hún sá, að gosinu var lokið. Fór hún upp Lambalækjarlandið og sást til hennar, þegar hún stökk yfir girðingu norður úr því. Lambið fylgdi henni ekki og stökk hún þá yfir að nýju til þess. Að nýju stökk hún norður yfir. Þegar hún sá, að lambið fylgdi ekki, hélt hún ein til fjalla. Hún hefur að öllum líkindum haldið að nýju austur að Fljótsdal og í Þórólfsfellið.