15.9.2010

Miðvikudagur, 15. 09. 10.

Nú eru fréttir í Stöð 2 um að ráðist hafi verið í niðurrif byggingar við hlið gamla flugturnsins á Reykjavíkurflugvelli, án þess að samráð hafi verið haft rétt við yfirvöld. Þessi framganga kemur mér ekki á óvart. Engu er líkara en yfirvöld í Reykjavík telji sig geta farið fram að eigin vilja og án samráðs við kóng eða prest, þegar ráðist er í framkvæmdir austan við flugvöllinn.

Þegar ákveðið var að reisa stórbyggingu Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýrinni á milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, spáði ég, að ekki liði á löngu, þar til talið yrði nauðsynlegt að leggja akveg frá skólanum á strönd Fossvogsins að Kringlumýrarbraut. Nú er unnið að þeirri vegagerð.

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt neitt um nýja veginn í fjölmiðlum. Fyrsta skrefið er einfaldur vegur. Næsta skref verður að leggja þarna breiða braut og eyðileggja

þetta óspillta strandsvæði um aldur og ævi. Hér fyrir neðan eru tvær myndir, sem ég tók af nýja veginum. Hann liggur neðan við núverandi göngu- og hjólabraut.

       
       
       
       Stígur í Öskjjuhlíð IIStígur í Öskjuhlíð I
       
       
       
     



Ps athygli mín hefur verið vakin á því að auglýst var breyting á deiluskipulagi í Öskjuhlíðinni og má sjá hana hér.