Föstudagur, 10. 09. 10.
Atli Gíslason, vinstri-grænn formaður nefndar þingmanna um hrunskýrsluna, vill ákæra ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde til að fylgja eftir árásum Steingríms J. á Geir og Sjálfstæðisflokkinn. Heiftin í garð Sjálfstæðisflokksins heldur flokki vinstri-grænna saman og tryggir hollustu þeirra við ríkisstjórnina. Landsdóms-ákæra af hálfu Atla er póiitísk ákæra í þágu vinstri-grænna.
Að morgni laugardags 11. september er óformlegur fundur utanríkisráðherra ESB-ríkja með utanríkisráðherrum umsóknarríkja. Skyldi Össur sækja fundinn? Þegar þetta er skrifað seint að kvöldi 10. september hefur engin tilkynning borist um það.