7.9.2010

Þriðjudagur, 07. 09. 10.

Ríkisstjórnin er ósamstiga í atvinnumálum. Samfylkingin og vinstri-grænir deila um öll nauðsynleg úrræði til að hjól atvinnulífsins fari að snúast hraðar.

Atvinnusköpun fjármálaráðherra felst í því að ráða skatteftirlitsmenn til að herða enn frekar tökin á skattgreiðendum, um leið og seilst er dýpra í vasa þeirra með hærri álögum.

Hvert prósent í atvinnuleysi kostar skattgreiðendur 3,1 milljað króna og á bakvið það standa 1460 einstaklingar. Því lengur sem ríkisstjórnin þrefar um, hvort leyfa beri stóriðju eða banna, þeim mun meiri líkur eru á að atvinnuleysi aukist.

Málflutningur samfylkingarfólks er ómerkilegur, þegar það segir, að Icesave eða krónan standi í vegi fyrir, að ríkisstjórnin geti hrundið atvinnustefnu í framkvæmd. Þetta sjónarmið einkennist af flótta frá hinum raunverulegu viðfangsefnum.