31.8.2010

Þriðjudagur, 31. 08. 10.

Í kvöldfréttum er sagt frá því, að fyrir dyrum sé uppstokkun á ríkisstjórninni. Það kemur ekki á óvart, að Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, verði ekki oftar í þingsalnum, eftir að hafa sagt þingmönnum ósatt 1. júlí 2009 um myntkörfulánin. Hitt er undarlegra að spyrða þau Rögnu og Gylfa saman og láta hana víkja, af því að Gylfi á engan annan kost en hverfa úr embætti.

Ragna er langvinsælasti ráðherra ríkisstjórnar, sem stendur höllum fæti. Vinsældir ríkisstjórnarinnar aukast ekki við að reka Rögnu úr henni. Með því að fjölga ráðherrum um tvo úr hópi þingmanna, kunna Jóhanna og Steingrímur J. að styrkja stöðu sína í þingflokkunum. Það verður þó aðeins skammvinnt vopnahlé innan stjórnarliðsins. Alvara stjórnmálalífsins breytist ekki með andlitsbreytingu.