15.8.2010

Sunnudagur, 15. 08. 10.

Ókum frá hóteli skammt frá Malpensa-flugvelli í frönsku Alpana, þar sem Rut skyldi taka þátt í tónlistarhátið í eina viku með Skálholtskvartettinum og fleiri tónlistarmönnum. Leiðin lá fram hjá Tórínó og þaðan inn í Alpana eftir góðum vegum, sem lagðir höfðu verið í tilefni af vetrar Ólympíuleikunum árið 2006. Yfir eitt 1.800 metra hátt skarð var að fara, áður en við komum til Frakklands á austurjaðri frönsku Alpanna.