23.8.2010

Mánudagur, 23. 08. 10.

Vilji menn skoða söfn í Mílanó er mánudagur ekki rétti dagurinn, því að þau eru öll lokuð þann dag. Þá er borgin einnig í sumarleyfi í ágúst, ef marka má skilti á verslunum og veitingahúsum. Okkur þótti þess vegna frekar fáir á ferli, þegar við gengum um stræti borgarinnar, skoðuðum dómkirkjuna og kastala og fleira, sem fyrir augu bar.