25.8.2010

Miðvikudagur, 25. 08. 10.

Klukkan 09.00 var ég í Folketinget í Kaupmannahöfn og tók þátt í „höring“ eða opnum fundi varnarmálanefndar danska þingsins um viðbúnað á norðurskautssvæði og Norður-Atlantshafi i Langtingssalen, þar sem um 50 manns sátu auk þess sem sjónvarpað var frá fundinum á rás danska þingsins.

Lars Emil Johansen, þingmaður frá Grænlandi, stjórnaði umræðum um stöðuna, eins og hún er núna og meðal ræðumanna þar var Henrik Kudsk, yfirmaður herstjórnarinnar á Grænlandi.

Högni Hoydal, þingmaður frá Færeyjum, stýrði síðan umræðuna um framtíðarþróun. Þar vorum við þrír meðal ræðumanna Kuupik Kleist, landsstjórnarformaður á Grænlandi, Jörgen Niclasen, utanríkisráðherra auk mín.

Lauk fundinum um klukkan 13.00 og síðan var boðið til hádegisverðar í þinghúsinu.

Flaug ég heim um kvöldið með Icelandair.