14.8.2010

Laugardagur, 14. 08. 10.

Í blöðum í dag er rætt við Pál Winkel, fangelsismálastjóra, um gengjamyndun í íslenskum fangelsum og aukinn vanda vegna þeirra. Hann sagði fyrst frá þessu í viðtali við mig á ÍNN. sem birtist fyrst 11. ágúst, er endursýnt nú um helgina og má sjá hér.

Flugum til Milanó klukkan á seinni tímanum í 11.00 með Icelandair. Flugið tók tæpa fjóra tíma og  klukkan var að nálgast fimm á staðartíma, þrjú á íslenskan, þegar við lentum. Það rigndi, þegar við komum út úr flugstöðinni. Ókum á sveitahótel í nágrenni Malpensa-flugvallar með góðri nettengingu, eins og þessi færsla ber með sér. Nú er að sjá, hvort þetta verður eins á öðrum dvalarstöðum í ferðinni.