7.8.2010

Laugardagur, 07. 08. 10

Í dag skrifaði ég leiðara á Evrópuvaktina um Icesave og velti fyrir mér, hvort Steingrímur J. Sigfússon myndi standa á rétti Íslendinga. Því miður efast ég um það. Hann hefur brugðist tvisvar sinnum.

Mér var bent á, að Ólafur Arnarson, penni á Pressunni, teldi sig betur færan en mig til að fjalla um aðild Íslands að Evrópusambandinu, af því að hann hefði búið í Bandaríkjunum og Þýskaland, en ekki ég.

Mér er ekki ljóst, hvort þetta er grín hjá Ólafi eða framlag hans til alvarlegra umræðna. Ég kýs að líta á það sem vandræðalegt grín, ekki fyndið heldur hlægilegt.