2.8.2010

Mánudagur, 02. 08. 10.

Nú er bráðum ár liðið frá því, að fyrsti þáttur minn birtist á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Nú hef ég verið með 25 þætti og má nálgast þá hér.

Umferðin var róleg um hádegisbilið úr Fljótshlíðinni. Næsta hlægilegt var að sjá fréttamann sjónvarps í beinni útsendingu á Suðurlandsvegi í kvöldfréttunum og næstum engir bílar á ferð. Fréttamaðurinn ætlaði að mynda bílaraðirnar. Fréttamatið í kringum verslunarmannahelgina er orðið nokkuð gamaldags og leiðigjarnt.

Í dag skrifaði ég pistil um dönsk stjórnmál.