1.8.2010

Sunnudagur, 01. 08. 10.

Við ókum síðdegis niður í Landeyjahöfn, 30 km frá Hvolsvelli. Herjólfur var í höfninni og nokkur mannfjöldi. Mesta athygli vakti hins vegar bílafjöldinn í sandinum allt í kringum höfnina og á nýju stæði í nokkurri fjarlægð frá höfninni.

Björgunarsveitarmaður var á hafnarveginum og spurði, hvert væri erindi okkar. Við sögðumst í skoðunarferð. Hann ráðlagði okkur að fara ekki niður að höfninni, mikið öngþveiti væri þar. Við gætum beygt til hægri  eftir nálæga brú og skoðað okkur um í Landeyjunum. Það var aldrei ætlan okkar og ókum við niður að bryggju. Þar var múgur og margmenni, en allt með kyrrum kjörum. Snerum þar við og ókum til baka. Gekk það allt slysalaust fyrir sig.