31.7.2010

Laugardagur, 31. 07. 10.

Ók í Skálholt og var þar klukkan 15.00 á tónleikum Skálholtskvartettsins, sem flutti síðasta kvartett Schuberts. Undir Ingólfsfjalli var skýfall.

Þaðan hélt ég austur í Fljótshlíð í mikilli veðurblíðu og hita. Um miðnætti sáust flugeldar á þjóðhátíð í Eyjum og svo mikil var kyrrðin, að einnig mátti heyra drunur, þegar flugeldarnir sprungu. Bárust þær nokkru síðar en ljósið.