28.7.2010

Miðvikudagur, 28. 07. 10.

Í kvöld var sýndur þáttur á ÍNN þar sem ég ræði við Bjarna Harðarson, bóksala og fyrrverandi þingmann, um Evrópumál og viðhorf innan vinstri-grænna. Hér má sjá þáttinn.

Greinilegt er, að innan ESB eru vaxandi efasemdir um réttmæti þess að stækka ESB. Ýtir það enn undir þá skoðun, að þetta sé rangur tími fyrir íslensk stjórnvöld til að sækja um aðild. Það var einnig mjög áberandi á blaðamannafundinum í Brussel í gær, hve mikla áherslu belgíski utanríkisráðherrann lagði á, að ekki væri unnt að tímasetja aðild Íslands. Að þessu er vikið í frétt Le Monde um aðildarumsókn Íslands.

Hér má sjá útsendingu frá blaðamannafundinum.