18.7.2010

Sunnudagur, 18. 07. 10.

Veðurblíðan heldur áfram í Fljótshlíðinni. Askan angrar okkur ekki, þar sem ég dvelst.

Í dag þurfti ég að vaða á. Ég gekk í grasi til að þurrka á mér fæturna. Um leið og þeir þornuðu urðu þeir svartir af ösku. Hún er hulin í grasrótinni. Rykið við slátt hefur minnkað eftir rigningar en askan er í sverðinum.