17.7.2010

Laugardagur, 17. 07. 10.

Þau ár, sem ég hef komið í Fljótshlíðina, held ég, að veðrið hafi aldrei verið betra en í dag. DR 1 sýnir í kvöld kvikmyndina A Little Trip to Heaven undir leikstjórn Baltasar Kormáks.  Sumar úti-senurnar voru teknar á milli Hellu og Hvolsvallar og þar stóð um tíma leikmynd úr kvikmyndinni. Ég sé nú, að í myndinni heitir staðurinn New Hastings og líkist helst heimsenda. Veðrið og fegurðin í dag hefði ekki hentað myndinni.

Myndin er gerð 2005 og er Sigurjón Sighvatsson framleiðandi. Þá er Jón Ásgeir Jóhannesson einnig kynntur sem einn af forsvarsmönnum myndarinnar.