14.7.2010

Miðvikudagur, 14. 07. 10.

Í dag var Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, gestur minn á ÍNN. Við ræddum um safnadaginn sl. sunnudag, stöðu safnamála og skráningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO.

Ég skrifaði í dag pistil á Evrópuvaktina, þar sem ég ræði gagnrýni Stefáns Más Stefánssonar prófessors á þau ummæli Eiríks Bergmanns Einarssonar, Evrópufræðings, að ESB mundi reka Ísland úr EES, ef aðildarumsóknin yrði dregin til baka.