7.7.2010

Miðvikudagur, 07. 07. 10.

ESB-þingið gaf í dag grænt ljós fyrir sitt leyti vegna aðlögunarviðræðna við Ísland. Þingmenn settu tvö skilyrði, að samið yrði um Icsave og Íslendingar hættu hvalveiðum. Tillagan um hvalveiða-skilyrðið kom frá tveimur þingmönnum græningj, öðrum frá Eistlandi hinum frá Finnlandi. Texti hennar er afdráttarlaus eins og skilyrðið, sem þýskir þingmenn settu ríkisstjórn sinni á liðnum vetri, þegar þeir gáfu henni grænt ljós vegna viðræðna við Ísland.

Ítarlegustu frásögnina um þessa samþykkt ESB-þingsins er að finna á vefsíðunni www.evropuvaktin.is Eitt er að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki efni á því að senda menn utan til að fylgjast með málefnum, sem varða Ísland, á vettvangi ESB. Annað að fjölmiðlamenn hér heima sýnast ekki nýta sér sem skyldi þær leiðir, sem eru færar til að afla sér ítarefnis. Það er hins vegar gert á Evrópuvaktinni.

Augljóst er af öllu, sem fram kom á ESB-þinginu í dag, má ráða, að ESB ætlar að verja fé og mannafla til að snúa Íslendingum til fylgis við aðild að ESB. Nei, er ekki svar, sem menn í Brussel vilja fá í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Þeim hrýs hugur við þeirri staðreynd að 60% þjóðarinnar vill ekki aðild og Samfylkingin er að einangrast í málinu.