Mánudagur, 28. 06. 10.
Ég fjallaði í dag um niðurstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins á Evrópuvaktinni, eins og hér má sjá.
Mér þótti þáttagerðarmaður, sem ræddi við Jórunni Frímannsdóttur, varaborgarfulltrúa, morgunútvarpi RÚV heldur ákafur í að vilja kljúfa Sjálfstæðisflokkinn vegna ágreinings um ESB-málin. Jórunn sagðist ekkert ætla að kljúfa flokkinn.
Þá var RÚV-manninum einnig mikið í mun að fá staðfest, að einhver blekking hefði verið höfð í frammi við afgreiðslu ESB-málsins á landsfundinum.
Engin brögð voru í tafli á fundinum og ekki samantekin ráð þeirra, sem eru andvigir aðild að ESB í flokknum. Jórunn sagði hins vegar frá því, að ESB-aðildar og viðræðusinnar hefðu efnt til sérstaks fundar á landsfundinum, til að þétta raðirnar og skipuleggja starf sitt á fundinum. Þeim voru mislagðar hendur á fundinum.