29.5.2010

Laugardagur, 29. 05. 10.

Kosningarúrslitin eru áfall fyrir ríkisstjórnina. Fólk kýs um stöðuna eins og hún er og framtíðina.  Vinstri-grænir splundruðust vegna deilna um orkumál á lokastigum kosningabaráttunnar og guldu þess. Hafi vinstri-grænir haldið, að hatursáróður þeirra í garð sjálfstæðismanna dygði þeim til vinsælda, hljóta þeir að hafa orðið fyrir tvöföldum vonbrigðum.

Að sjálfsögðu verður Sjálfstæðisflokkurinn að meta stöðu sína og þá sérstaklega á þeim stöðum, þar sem hann tapar fylgi.
 
Álitsgjafar ríghalda í þá skoðun, að kosningaúrslitin séu áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þegar fylgi hans á landsvísu styrkist verulega frá þingkosningunum fyrir ári. Spyrlar í sjónvarpi hafa myndað sér þá skoðun fyrirfram, að Sjálfstæðisflokkurinn sitji uppi með tap. Spurningarnar miðast síðan við að knýja fram samþykki við því.