23.5.2010

Sunnudagur, 23. 05. 2010.

Undarlegt er að sjá Eyjafjallajökul gnæfa kolsvartan hér fyrir austan okkur í Fljótshlíðinni. Snemma í morgun mátti greina  bólstra upp af jöklinum en í Svartur jökullhádegisfréttum útvarps var sagt, að allt benti til þess, að gosinu væri lokið. Var það síðan staðfest í kvöldfréttum, þó með þeim fyrirvara, að það kynni að hefjast að nýju. Gufustrók lagði upp úr eldskálinni efst í jöklinum en þar var hitinn sagður um og undir 100 stigum.

Veðrið er mjög gott. Hélt ég áfram að slá og hirða. Nokkuð öskuryk kemur úr grasrótinni, þegar hróflað er við henni. Ég eltist við hest hér úti á túninu. Þegar hann hljóp við fót þyrlaðist grá aska upp úr hóffarinu.